ETNA SPUMANTE - IS

€33.00

4989 kr

Etna Spumante

Category: Wines - IS

Spumante kemur frá víngerð Gambino-fjölskyldunnar sem framleitt er eftir Metodo Classico af systkinunum Filadelfo, Francesco Antonio og Maria Grazia í Linguaglossa á Ítalíu. Vínið er úr sérvöldum Nerello Mascalese-þrúgum sem ræktuð eru á Etnu, 800 metrum yfir sjávarmáli. Eftir gerjun er vínið sett á flöskur þar sem seinni gerjun á sér stað. Þar þroskast það í dimmu rými við 15°C í 48 mánuði. Flöskunum er hvolft og snúið (fr. remuage) reglulega þar til botnfallið er allt sest í flöskuhálsinn. Þar er það fryst og fjarlægt. Kolsýran frá gerjuninni verður eftir í flöskunni og 6-9 mánuðum síðar freyðir vínið í glasinu.